Mexíkósk hrísgrjón
Lýsing
Þessi réttur er svo sannarlega ekki ósvikinn mexíkóskur réttur, en engu að síður er innblásturinn þaðan og hentar mjög vel sem meðlæti með réttum sem sækja sinn innblástur sömuleiðis til Mexíkó. Á mínu heimili eru þessi grjón ómissandi á quesadillas og burritos.
Það má leika sér svolítið að hráefnunum, en í gegnum tíðina hef ég vanið mig á að nota hráefnin sem hér fylgja. Oft gríp ég í salsa sósu ef hún er til, en annars duga maukaðir tómatar mjög vel hér líka (bónus: þeir samræmast hefðinni betur).
Ég hef eldað þennan rétt á svipaðan máta og ég sýð hrísgrjón, þ.e. óhreyft undir loki eftir að vökva hefur verið bætt við. Það má þó elda þetta á svipaðan máta og risotto, það er án loks og á hærri hita, en þá þarf að passa vökvamagnið betur og eldunin sjálf krefst meiri athygli.
Hráefni
Aðferð
- Steikið grjónin í breiðri pönnu/pott á miðlungs háum hita þar til þau fara að vera glær. Bætið því næst lauknum við og steikið þar til grjónin eru farin að brúnast örlítið.
- Bætið kryddinu við og steikið það í 30 sekúndur, eða þar til það fer að ilma vel.
- Bætið við soðinu og salsa / tómötunum og hrærið vel saman.
- Hækkið hitann vel og leyfið suðunni að koma upp. Setjið því næst lok á, lækkið hitann á lága stillingu (ég nota 2 af 9 á minni hellu) og leyfið þessu að malla í 15 mínútur.
- Takið lokið af og hrærið í grjónunum. Nú er fínt að taka smá smakk til að athuga hvort að grjónin séu fyllilega elduð, en sé svo ekki má bæta við smá vatni og leyfa þeim að malla áfram.
- Smakkið til með salti og jafnvel smá lime safa. Það má bragðbæta grjónin með meiri salsa/tómötum og kryddi ef þurfa þykir.