Kartöflumús
Lýsing
Hráefni
Aðferð
- Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru orðnar mjúkar í gegn. Þær mega vera heilar við suðu, en einnig má flýta fyrir með því að skera þær í bita. Ef þið eigið kartöflupressu þarf ekki að flysja kartöflurnar fyrst.
- Bræðið smjörið í mjólkinni og leyfið blöndunni að malla með fínsöxuðum hvítlauk, pipar og timjan.
- Setjið kartöflurnar í pressuna og pressið. Ef þið eruð ekki með pressu, notið þá stappara og stappið þær vel.
- Sigtið mjólkublönduna og bætið við út í kartöflurnar. Hrærið varlega saman og smakkið til með salti og pipar.
- Berið fram strax, eða haldið heitu í lokuðum pott á hellu sem er stillt á lægsta hita.