Hrásalat

Lýsing

Hér er grunnuppskrift að einföldu hrásalati sem ætti að duga fyrir tvo. Sveigjanleikinn hér er gífurlegur og má nota þennan grunn til að aðlaga salatið að þeim rétt sem það á að bera fram með. Prósenturnar í þessari uppskrift miða alltaf við heildarþyngd grænmetis (þ.e. 150g í þessari uppskrift).

Hráefni

grunnur

dressing (20% af heildarþyngd grænmetis)

Aðferð

  1. Skerið gulræturnar í mjóar ræmur (ca. 0.5x0.5cm) sem þið skerið síðan í þunna strimla. Það má líka nota rifjárn til að spara sporin hér.
  2. Skerið hvítkálið í þunna strimla og blandið öllu í skál. Ég nota gjarnan mandólín í þetta.
  3. Blandið salti og sykri við grænmetið og blandið mjög vel saman. Leyfið þessu að sitja í tæpar 15 mínútur.
  4. Setjið grænmetið í salatþeytara eða í þurrt viskustykki. Þerrið grænmetið eins vel og þið getið.
  5. Blandið saman majónesi, eplaediki, sykri og pipar.
  6. Blandið öllu saman. Gott er að leyfa þessu að jafna sig í 30 - 60 mínútur, en þetta geymist nokkuð vel og ekki galið að gera þetta kvöldið áður.

Útfærslur (WIP)

5g hlöllakrydd 5g sesam+wasabikrydd (Santa Maria)