Hamborgarasósa
Lýsing
Það tekur enga stund að henda saman í þessa sósu, sérstaklega ef þú ert með litla matvinnsluvél við hendi. Hún er algjörlega ómissandi á borgarann og það er ekki ólíklegt að þú komir til með að hætta að teygja þig í gömlu góðu hamborgarasósuna í framtíðinni.
Súrar gúrkur eru eitt af aðalhráefnum borgarans. Af fenginni reynslu þá mælum við sterklega með gúrkunum frá Beauvis, Vlasic eða Felix. Borðarðu ekki súrar gúrkur? Gefðu þessu samt séns, þér gæti snúist hugur.
Þessi uppskrift dugar vel á tvo til fjóra borgara, en það er öruggara að búa til meir en minna. Hún virkar líka furðulega vel sem saladdressing (hamborgarasalad, einhver?).
Hráefni
- Eiturgrænt amerískt sinnep er málið hérna. Það fæst í nánast öllum matvöruverslunum.
- Það má skipta út worcestershire-sósu fyrir MSG, soja-sósu eða jafnvel smá BBQ sósu. :::
Aðferð
Matvinnsluvél
- Setjið öll hráefnin í skál. Látið matvinnsluvélina ganga þar til gúrkurnar eru orðnar mjög fínt saxaðar. Sósan er tilbúin strax í kjölfarið, en verður bara betri ef hún fær aðeins að jafna sig.
Án matvinnsluvélar
- Blandið öllum hráefnum, fyrir utan gúrkurnar, í skál og hrærið saman.
- Saxið gúrkurnar mjög fínt – það er eiginlega ekki hægt að ofgera þetta. Blandið þeim við restina af hráefnunum og hrærið vel saman.
Gott er að smakka sósuna til með kryddunum sem nefnd eru hér fyrir ofan þar til bragðið er orðið eins og þú vilt hafa það. Notist svo ósparsamlega á borgarann og njótið!