Aspassúpa
Þetta er okkar útfærsla á hinni klassísku aspassúpu sem að við þekkjum flest ansi vel. Grunnur súpunnar er smjörbolla sem má aðlaga að öðrum súpum, t.d. sveppa- eða blómkálssúpu.
Hráefni
Markmiðið hér er að vera með 1 líter af soði sem samanstendur af ca. 200 mL rjóma og 600 - 800 mL af soði af ýmsum toga. Notið endilega safann úr dósinni.
Aðferð
- Bræðið smjörið 40g í pott við miðlungs hita og blandið hveiti 40g við. Hrærið reglulega þar til að smjörbolla hefur myndast. Haldið áfram að hræra rétt þar til hún byrjar að brúnast. Því dekkri sem smjörbollan verður, því dekkri verður súpan og þynnri.
- Blandið soðinu 6-800 mL við, ca. tvær matskeiðar í einu í byrjun og hrærið. Aukið soðmagnið hægt og hrærið meir.
- Leyfið súpunni að malla í 10 - 15 mínútur og bætið svo við aspasnum 250g.
- Smakkið til með salti 3g og hvítum pipar 1g og leyfið súpunni að malla í nokkrar mínútur. Leyfið súpunni að malla lengur ef þið viljið silkimjúkan aspas sem er byrjaður að brotna niður í súpunni.